Erlent

Fingraför á klámblaði Jacksons

Kviðdómi í réttarhöldunum yfir Michael Jackson var í dag sýnt klámblað sem á eru fingraför poppstjörnunnar og drengsins sem sakar Jackson um kynferðisofbeldi. Verjandi Jacksons segir það ekki sanna að Jackson hafi sýnt drengnum blaðið heldur hafi drengurinn rétt eins getað farið í gegnum eigur Jacksons í leyfisleysi og skoðað það. Þegar Jackson var leiddur út úr dómhúsinu sagðist hann spurður ætla að eyða helginni með börnunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×