Erlent

Þúsund manns heimilislaus

Um þúsund manns eru heimilislaus eftir mikil flóð á Madagaskar-eyju í dag. Gríðarlega rigningarsamt hefur verið þar undanfarna daga og yfirborð sjávar hækkað í kjölfarið. Að minnsta kosti fjögurra er saknað en flóðin gengu á land á sunnanverðri eyjunni. Nokkuð algegnt er að sjór gangi á land á Madagaskar og hafa um tíu þúsund manns misst heimili sín á undanförnum mánuðum af þeim sökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×