Sport

Stórsigur Englendinga á N. Írum

Englendingar fóru létt með Norður Íra og unnu 4-0 sigur á þeim í 6. riðli undankeppni HM í knattspyrnu í dag og eru nú komnir í 13 stig á toppi riðilsins. Joe Cole, Michael Owen og Frank Lampard skoruðu fyrir Englendinga og Norður Írar gerðu auk þess eitt sjálfsmark en öll mörkin komu á 15 mínútna kafla í síðari hálfleik. Í sama riðli unnu Austurríkismenn óvæntan 0-2 útisigur á Wales. Síðar í dag mætast Pólverjar og Azerbaijan í sama riðli. England er efst með 13 stig, Pólverjar í 2. sæti með 9 stig en eiga leikinn gegn Azerbaijan í kvöld til góða, Austurríki í 3. sæti með 5 stig, Wales í 5. sæti og Azerbaijan á botninum með stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×