Erlent

Ákærður fyrir aðild að tilræði

Ísraelskur arabi hefur verið ákærður fyrir morð, en hann hefur viðurkennt að hafa aðstoðað Palestínumann við sjálfsmorðsárás á næturklúbbi í Tel Aviv í lok febrúar þar sem fimm Ísraelar létust. Manninum er gefið að sök að hafa aðstoðað uppreisnarmenn innan samtakanna Heilagt stríð við að velja stað til þess að gera árás á og fyrir að hafa keypt skordýraeitur sem árásarmennirnir notuðu í sprengiefni. Þá á hann að hafa ekið sjálfsmorðsárásarmanninum að næturklúbbnum þar sem hann sprengdi sig í loft upp innan um fólk sem beið í röð eftir að komast inn á klúbbinn. Ísraelski arabinn á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að tilræðinu, en árásin var bakslag fyrir friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs og tafði meðal annars það að ísraelskar hersveitir hyrfu frá tilteknum bæjum á Vesturbakkanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×