Fischer er næst frægastur 23. mars 2005 00:01 Heimsfrægum Íslendingum fjölgaði um einn þegar Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt á mánudag. Skákáhugamenn um víða veröld þekkja vitaskuld sögu Fischers og snilli hans við taflborðið en orðspor Bjarkar Guðmundsdóttur hefur farið víðar. Fjöldi vefsíðna sem geyma nöfn fólks er viðurkenndur mælikvarði á frægð og sé nöfnum Fischers og Bjarkar slegið upp á leitarvélum má sjá að Björk hefur vinninginn. Samtöl við fólk sem hefur tilfinningu fyrir frægð og umtali í erlendum fjölmiðlum leiðir hið sama í ljós. Björk er gríðarlega þekkt víðast hvar á jarðkúlunni enda hafa plötur hennar selst í bílförmum. Þá vekur hún jafnan athygli hvar sem hún kemur; fyrir útlit, orð og gjörðir. Leikur hennar í Myrkradansaranum, verðlaun á Cannes-hátíðinni, tilnefning til Óskarsverðlauna og söngur á Óskarshátíðinni fleyttu henni enn ofar á frægðarhimininn. Augu alheimsins beindust að Fischer þegar hann háði einvígið um heimsmeistaratitilinn í skák við Spassky í Reykjavík 1972. Það voru ekki einasta skákáhugamenn og þeir sem fylgdust með almennum fréttum sem beindu sjónum sínum að aðalleikurunum í Laugardalshöllinni það ár því þar mættust austrið og vestrið í miðju kalda stríðinu. Eftir að Fischer hélt heim með heimsmeistaratitilinn í farteskinu hélt hann sig til hlés og frá kastljósi fjölmiðlanna. Hann tefldi einstaka sýningaskák en það var vart fyrr en 1992 - á 20 ára afmæli einvígis aldarinnar - sem hann komst í sviðsljósið á ný. Væringar síðustu vikna og mánaða hafa svo vakið á honum athygli á ný. Að líkindum er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen næstur á listanum yfir frægustu Íslendingana. Hann er einn af lykilmönnunum í toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en grannt er fylgst með enskri knattspyrnu í löndum þar sem á annað borð er áhugi á greininni. Í hópi annarra Íslendinga sem njóta frægðar víðsvegar um heim vegna hæfileika eða afreka eru til dæmis tónlistarmaðurinn Vladimir D. Ashkenazy, söngvarinn Kristján Jóhannsson, dansarinn Helgi Tómasson, rithöfundurinn Halldór Laxness, geimfarinn Bjarni Tryggvason og Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Heimsfrægum Íslendingum fjölgaði um einn þegar Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt á mánudag. Skákáhugamenn um víða veröld þekkja vitaskuld sögu Fischers og snilli hans við taflborðið en orðspor Bjarkar Guðmundsdóttur hefur farið víðar. Fjöldi vefsíðna sem geyma nöfn fólks er viðurkenndur mælikvarði á frægð og sé nöfnum Fischers og Bjarkar slegið upp á leitarvélum má sjá að Björk hefur vinninginn. Samtöl við fólk sem hefur tilfinningu fyrir frægð og umtali í erlendum fjölmiðlum leiðir hið sama í ljós. Björk er gríðarlega þekkt víðast hvar á jarðkúlunni enda hafa plötur hennar selst í bílförmum. Þá vekur hún jafnan athygli hvar sem hún kemur; fyrir útlit, orð og gjörðir. Leikur hennar í Myrkradansaranum, verðlaun á Cannes-hátíðinni, tilnefning til Óskarsverðlauna og söngur á Óskarshátíðinni fleyttu henni enn ofar á frægðarhimininn. Augu alheimsins beindust að Fischer þegar hann háði einvígið um heimsmeistaratitilinn í skák við Spassky í Reykjavík 1972. Það voru ekki einasta skákáhugamenn og þeir sem fylgdust með almennum fréttum sem beindu sjónum sínum að aðalleikurunum í Laugardalshöllinni það ár því þar mættust austrið og vestrið í miðju kalda stríðinu. Eftir að Fischer hélt heim með heimsmeistaratitilinn í farteskinu hélt hann sig til hlés og frá kastljósi fjölmiðlanna. Hann tefldi einstaka sýningaskák en það var vart fyrr en 1992 - á 20 ára afmæli einvígis aldarinnar - sem hann komst í sviðsljósið á ný. Væringar síðustu vikna og mánaða hafa svo vakið á honum athygli á ný. Að líkindum er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen næstur á listanum yfir frægustu Íslendingana. Hann er einn af lykilmönnunum í toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en grannt er fylgst með enskri knattspyrnu í löndum þar sem á annað borð er áhugi á greininni. Í hópi annarra Íslendinga sem njóta frægðar víðsvegar um heim vegna hæfileika eða afreka eru til dæmis tónlistarmaðurinn Vladimir D. Ashkenazy, söngvarinn Kristján Jóhannsson, dansarinn Helgi Tómasson, rithöfundurinn Halldór Laxness, geimfarinn Bjarni Tryggvason og Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira