Króatar eru óstöðugir 22. mars 2005 00:01 Íslendingar mæta Króötum í undankeppni HM 2006 í Zagreb á laugardaginn. Það er óhætt að segja íslenska liðið eigi erfitt verkefni fyrir höndum enda er króatíska liðið af mörgum talið vera með betri liðum Evrópu. Fréttablaðið fékk knattspyrnuþjálfarann Zeljko Sankovic, sem þekkir mjög vel til króatíska liðsins, til að skoða liðið og reyna að gera lesendum í hugarlund hversu gott það er í raun og veru. "Það er enn ekki vitað hvaða leikaðferð þjálfarinn Zlatko Kranjcar mun nota en ég hallast að því að hann spili leikaðferðina 3-5-2. Hann hefur spilað bæði 4-4-2 og 4-5-1 í æfingaleikjum að undanförnu en það hefur ekki gengið vel hjá okkur. Það er ríkt í Króötum að spila með þriggja manna vörn og þeir hafa átt í erfiðleikum með að spila vörnina í línu. Ég held að Kranjcar spili fyrst með þriggja manna vörn og fimm manna miðju en ef ekkert gengur þá gæti hann skipt yfir í fjögurra manna vörn," sagði Zeljko í samtali við Fréttablaðið í gær. Zelkjo sagði aðspurður að það væri töluverð pressa á króatíska liðinu því að sigurs væri krafist þar sem liðið væri á heimavelli. "Króatíska liðið vanmetur ekki það íslenska og ég hef séð það í blöðum úti að það er borin mikil virðing fyrir íslenska liðinu en það bara þannig að Króatar telja sig eiga að vinna alla heimaleiki hvort sem andstæðingarnir eru England, Þýskaland eða Ísland." Hann sagði króatíska liðið leggja mikla áherslu á sóknarleik en litla á varnarleikinn. "Króatar spila sóknarbolta og hugsa ekki mikið um varnarleikinn. Það eru margir sterkir sóknarleikmenn í liðinu og ég myndi segja að tvær helstu stjörnur liðsins væru framherjarnir Ivan Klasnic og Dado Prso. Þeir eru báðri frábærir framherjar og ljóst að íslenska vörnin þarf að hafa sig alla við til að stöðva þá." Zeljko sagði Króata hræðast Eið Smára og hann taldi líklegt að fyrirliði íslenska liðsins fengi yfirfrakka á sig í leiknum. "Það fer auðvitað eftir því hvar Eiður spilar en það er líklegast að Igor Tudor verði settur á hann. Hann hefur spilað lengi á Ítalíu og er vanur að berjast við heimsklassa framherja. Króatar telja Eið vera einn af fimm til sjö bestu framherjum í heimi þannig að þeir vita hvað hann getur." Zeljko sagðist aðspurður spá Króötum sigri en það yrði ekki auðvelt fyrir þá. "Króatar eru með skrýtið lið því að þeir geta spilað eins og besta lið í heimi einn daginn en verið ömurlega lélegir þann næsta. Ef hlutirnir ganga ekki upp hjá þeim í byrjun leiks þá geta þeir orðið pirraðir. Ég hallast að sigri Króata en það væri frábær árangur hjá íslenska liðinu ef það næði jafntefli," sagði Zeljko. Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Íslendingar mæta Króötum í undankeppni HM 2006 í Zagreb á laugardaginn. Það er óhætt að segja íslenska liðið eigi erfitt verkefni fyrir höndum enda er króatíska liðið af mörgum talið vera með betri liðum Evrópu. Fréttablaðið fékk knattspyrnuþjálfarann Zeljko Sankovic, sem þekkir mjög vel til króatíska liðsins, til að skoða liðið og reyna að gera lesendum í hugarlund hversu gott það er í raun og veru. "Það er enn ekki vitað hvaða leikaðferð þjálfarinn Zlatko Kranjcar mun nota en ég hallast að því að hann spili leikaðferðina 3-5-2. Hann hefur spilað bæði 4-4-2 og 4-5-1 í æfingaleikjum að undanförnu en það hefur ekki gengið vel hjá okkur. Það er ríkt í Króötum að spila með þriggja manna vörn og þeir hafa átt í erfiðleikum með að spila vörnina í línu. Ég held að Kranjcar spili fyrst með þriggja manna vörn og fimm manna miðju en ef ekkert gengur þá gæti hann skipt yfir í fjögurra manna vörn," sagði Zeljko í samtali við Fréttablaðið í gær. Zelkjo sagði aðspurður að það væri töluverð pressa á króatíska liðinu því að sigurs væri krafist þar sem liðið væri á heimavelli. "Króatíska liðið vanmetur ekki það íslenska og ég hef séð það í blöðum úti að það er borin mikil virðing fyrir íslenska liðinu en það bara þannig að Króatar telja sig eiga að vinna alla heimaleiki hvort sem andstæðingarnir eru England, Þýskaland eða Ísland." Hann sagði króatíska liðið leggja mikla áherslu á sóknarleik en litla á varnarleikinn. "Króatar spila sóknarbolta og hugsa ekki mikið um varnarleikinn. Það eru margir sterkir sóknarleikmenn í liðinu og ég myndi segja að tvær helstu stjörnur liðsins væru framherjarnir Ivan Klasnic og Dado Prso. Þeir eru báðri frábærir framherjar og ljóst að íslenska vörnin þarf að hafa sig alla við til að stöðva þá." Zeljko sagði Króata hræðast Eið Smára og hann taldi líklegt að fyrirliði íslenska liðsins fengi yfirfrakka á sig í leiknum. "Það fer auðvitað eftir því hvar Eiður spilar en það er líklegast að Igor Tudor verði settur á hann. Hann hefur spilað lengi á Ítalíu og er vanur að berjast við heimsklassa framherja. Króatar telja Eið vera einn af fimm til sjö bestu framherjum í heimi þannig að þeir vita hvað hann getur." Zeljko sagðist aðspurður spá Króötum sigri en það yrði ekki auðvelt fyrir þá. "Króatar eru með skrýtið lið því að þeir geta spilað eins og besta lið í heimi einn daginn en verið ömurlega lélegir þann næsta. Ef hlutirnir ganga ekki upp hjá þeim í byrjun leiks þá geta þeir orðið pirraðir. Ég hallast að sigri Króata en það væri frábær árangur hjá íslenska liðinu ef það næði jafntefli," sagði Zeljko.
Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti