Innlent

244 kærur til Landlæknis

Alls bárust 244 kærur og kvartanir til Landlæknisembættisins árið 2004 og er það nokkuð meira en undanfarin ár. Tilefni flestra kvartana eða kæra var vegna ófullnægjandi eða rangrar greiningar, meðferðar eða eftirlits en alls bárust 113 slíkar kærur. Einnig bárust kvartanir eða kærur vegna samskiptavandamála, rangra eða villandi vottorða, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og trúnaðarbrota. Fjórar kvartanir bárust vegna áfengis- eða lyfjanotkunar heilbrigðisstarfsmanna. Af þeim kvörtunum sem bárust árið 2004 er afgreiðslu lokið í hundrað og sex málanna en afgreiðslu ólokið í þrjátíu og átta málum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×