Innlent

Flugfreyja fékk höfuðhögg

Breiðþota franska flugfélagsins Air France lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi með slasaða flugfreyju sem hafði fengið höfuðhögg um borð í vélinni. Breiðþotan var á leið frá Frakklandi til Bandaríkjanna og voru 440 farþegar um borð. Flugfreyjan var flutt á bráðamóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss en þotan hélt för sinni áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×