Innlent

Dræm sala á íbúðum í blokk

Sala á íbúðum í sjö hæða fjölbýlishúsi á Egilsstöðum er dræmari en búist var við. Íbúðirnar voru tilbúnar í haust og eru níu af 21 óseldar. Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður og löggildur fasteignasali hjá Fasteigna- og skipasölu Austurlands, segir að þrátt fyrir að salan hafi verið hægari en búist var við leiki ekki vafi á að íbúðirnar seljist: "Salan róaðist í haust en frá því á áramótum hafa þrjár til fjórar íbúðir selst." Sigurþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar sem byggði blokkina, segir erfitt að útskýra af hverju íbúðirnar hafi ekki selst sem skyldi. Áhuginn sé þó að glæðast aftur: "Við vorum bjartsýnir og héldum að við yrðum búnir að selja á þessum tíma." Hilmar segir mun auðveldara að selja eignir á Austurlandi nú en var áður en framkvæmdir hófust við Kárahjúka: "Verð hefur verið að stíga verulega síðustu vikurnar. Algengt er að fá 165 til 180 þúsund fyrir fermetrann í nýjum eignum. Það er tíu prósenta hækkun á nokkrum vikum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×