Innlent

90 manns leita fólksins

Um níutíu manna björgunarlið í 23 hópum leitar nú tveggja Toyota Hi-Lux jeppa sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær en lögreglan og Landsbjörg hófu leit í hádeginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leitað á svæðinu frá því um hádegi og mun halda því áfram fram eftir degi. Björgunarsveitir eru á leið á svæðið úr öllum áttum og eru björgunarsveitarmenn að norðan komnir að Hveravöllum og von er á sveitunum að sunnan innan tíðar. Í bílunum eru tveir karlmenn og ein kona. Fólkið ætlaði suður Kjalveg en hefur ekki skilað sér. Um klukkan 17 í gær sást til bílanna við Dúfunefsfell og var ætlun þeirra að halda niður að Hveravöllum. Veður til leitar hefur verið ágætt í dag en búist er við að það versni upp úr klukkan 17.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×