Innlent

Fært fyrir Horn

Siglingaleiðin fyrir Horn hefur opnast á ný, segir Þór Jakobsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landhelgisgæslan flaug yfir Hornstrandir og Norðurland á sunnudag og var þá meginísinn staddur 15 sjómílur norðan af Horni. Þór segir að fara þurfi með varúð þar sem víða séu ísdreyfar upp við land norðan við Horn og Kögur og stakir jakar á siglingaleið. Vindáttin hafi verið hagstæð að undanförnu og líkur á áframhaldandi austlægum áttum. Þór telur því ólíklegt að það bætist við ísinn úr Grænlandssundi. Á sunnudag fékk Veðurstofan tilkynningar frá skipum um staka jaka sex mílur norðaustur af Straumnesi og staka jaka við Aðalvík. Þór segir þetta ekki stjóra jaka en þeir gætu verið varasamir fyrir litla báta. Þór segir að viðvörun um að ófært væri fyrir Horn hafi verið aflétt á mánudagsmorgun. Leiðin fyrir Horn hafi verið lítið farin síðustu daga en frést hefði af skipi fyrir helgi sem dokaði við Horn og sigldi vesturúr í björtu en þurfti þá að fara í gegnum ísspöng.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×