Innlent

800 manns á leið til Ísafjarðar

Það stefnir í góða þátttöku á Skíðaviku Ísfirðinga sem fram fer um páskana en skíðavikan fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir. Á milli 700 og 800 farþegar eru bókaðir með Flugfélagi Íslands til Ísafjarðar um páskahelgina og hefur verið bætt við aukavélum til að anna fólksflutningum, að því er fram kemur á vefsíðu Bæjarins besta. Auk skíðavikunnar fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram á Ísafirði um páskahelgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×