Innlent

Sást til bílanna við Dúfunefsfell

Staðfest hefur verið að sést hefur til bílanna sem saknað er við Dúfunefsfell um klukkan 17 í gær. Þá var ætlunin að halda niður á Hveravelli. Öll áhersla er nú að kanna þetta svæði til hlítar. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið til leitar kl. 12.33. Björgunarsveitir stefna einnig inn á svæðið en aðstæður eru erfiðar. Lögreglan og Landssamband björgunarsveita, Landsbjörg, hófu leit í hádeginu að tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær. Í bílunum eru tveir karlmenn og ein kona. Fólkið ætlaði suður til Keflavíkur um Kaldadal en hefur ekki skilað sér. Ef einhver hefur orðið var við ferðir bílanna eru þeir beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×