Innlent

Aðgerðirnar gerðar hér á landi

Þeir sjúklingar sem eru með op á milli hjartagátta sjá nú fram á að geta farið í aðgerð á Landspítalanum í stað þess að þurfa að fara í aðgerð í útlöndum. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur samkvæmt vefsíðu ráðuneytisins ákveðið að tryggja Landspítalanum fé svo gera megi aðgerðirnar hér á landi. Felst í því mikið hagræði fyrir sjúka og umtalsverður sparnaður borið saman við aðgerðirnar sem hingað til hafa verið gerðar ytra, eftir því sem segir á vefsíðunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×