Innlent

Á veiðum vestur af Skotlandi

Nokkur íslensk fiskiskip sem voru á loðnuveiðum þar til vertíðinni lauk í síðustu viku eru nú komin á kolmunnaveiðar á Hatton Rockall svæðinu vestur af Skotlandi. Þar hafa meðal annars norsk skip verið að fá all góðann afla upp á síðkastið og hafa nokkur þeirra landað hér á landi þar sem talsvert styttra er hingað af miðunum en til Noregs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×