Innlent

Tveir bátar urðu vélarvana

Vélarbilun varð í tveimur trillubátum út af Reykjanesi í gærdag og óskuðu bátsverjar eftir aðstoð. Í báðum tilvikum komu nálægir bátar þeim til aðstoðar og drógu bátana til lands. Gott veður var og var hvorugur báturinn hættulega nálægt landi þegar vélarnar biluðu þannig að sjómennirnir voru aldrei í hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×