Sport

Njarðvík sigraði KFS

Njarðvík sigraði KFS í öðrum riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu, en leikið var í Reykjaneshöll í dag. Eftir Markalausan fyrri hálfleik kom Kristinn Ö. Agnarsson Njarðvík yfir á 70. mínútu og Benóný Benónýsson bætti öðru marki við þremur mínútum síðar. Einar Gíslason minnkaði þó muninn fjórum mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Eftir leikinn eru bæði lið með þrjú stig eftir tvo leiki í þriðja til fjórða sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×