Sport

Casey sigraði á TLC-mótinu

Englendingurinn Paul Casey sigraði Írann Paul McGinley í bráðabana á TCL-mótinu í golfi í Kína í morgun. Báðir léku á 266 höggum en Casey hafði sigur á annarri holu í umspilinu. Daninn Thomas Björn varð í þriðja sæti ásamt Taílendingnum Plaphol og Kóreumanninum Kang. Skotinn Colin Montgommerrie hafnaði í 6. sæti, tveimur höggum á eftir þeim Casey og McGinley.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×