Hrósar ekki sigri vegna dóms 18. mars 2005 00:01 Íslenskur friðargæsluliði sem særðist í sjálfsmorðsárásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan segist ekki hrósa sigri vegna dóms yfir þeim fjórum mönnum sem skipulögðu árásina. Mennirnir hlutu allir dauðadóm. Sérstakur öryggisdómstóll í Kabúl dæmdi í vikunni fjóra menn til dauða fyrir að hafa skipulagt tvær árásir. Eina sem varð bandarískum hermanni að bana og síðan sjálfsmorðsárás 23. október á síðasta ári í Kjúklingastræti, einni aðalverslunargötunni í Kabúl. Tveir dóu auk árásarmannsins, bandarísk kona á þrítugsaldri og 13 ára afgönsk stúlka, og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust, þeir Stefán Gunnarsson, Steinar Örn Magnússon og Sverrir Haukur Grönli, sem voru staddir með tveimur öðrum Íslendingum í teppakaupaleiðangri fyrir yfirmann sinn, Hallgrím Sigurðsson. Sverrir Haukur segir að þessi dauðadómur hreyfi ekki mikið við sér. Hann hafi aldrei persónugert árásina og hatist ekki út í einn né neinn. Hann sé sigri hrósandi yfir því að mennirinir hafi fengið réttmæta meðferð. Hann ætli ekki segja hvort það sé rétt eða rangt að dæma þá til dauða. Réttarkerfið og menningin í Afganistan sé bara þannig. Því meira sem hann hafi reynt að kynna sér Afgana því minna hafi hann skilið í menningu þeirra. Þetta séu alls ekki fordómar en Ísland og Afgansitan sé bara gjörólíkir menningarheimar. Árásarmaðurinn hét Mohammed Akbar og samkvæmt dómskjölum tók hann að sér að fremja þessa árás eftir að annar maður sem upphaflega hafði verið valinn til verksins neitaði. Akbar klæddi sig eins og betlari, batt sex handsprengjur um sig miðjan og náði að sprengja þrjár þeirra. Sverrir Haukur segir um þessar upplýsingar að enn og aftur hugsi hann um hversu heppnir Íslendingarnir séu að vera á lífi. Þeir fjórir sem nú hafa verið dæmdir til dauða fyrir verknaðinn eru taldir hafa tengsl bæði við fyrrverandi talibanastjórn Afganistans sem og al-Qaida hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Enn er þó óljóst hvort þeir störfuðu sjálfstætt eða tóku við skipunum frá einhverjum öðrum. Þrír þessara manna eru Afganar en einn, maður að nafni Haidar, kemur frá Tadsjikistan og er talinn vera höfuðpaurinn. Mennirnir geta áfrýjað dómnum. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Íslenskur friðargæsluliði sem særðist í sjálfsmorðsárásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan segist ekki hrósa sigri vegna dóms yfir þeim fjórum mönnum sem skipulögðu árásina. Mennirnir hlutu allir dauðadóm. Sérstakur öryggisdómstóll í Kabúl dæmdi í vikunni fjóra menn til dauða fyrir að hafa skipulagt tvær árásir. Eina sem varð bandarískum hermanni að bana og síðan sjálfsmorðsárás 23. október á síðasta ári í Kjúklingastræti, einni aðalverslunargötunni í Kabúl. Tveir dóu auk árásarmannsins, bandarísk kona á þrítugsaldri og 13 ára afgönsk stúlka, og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust, þeir Stefán Gunnarsson, Steinar Örn Magnússon og Sverrir Haukur Grönli, sem voru staddir með tveimur öðrum Íslendingum í teppakaupaleiðangri fyrir yfirmann sinn, Hallgrím Sigurðsson. Sverrir Haukur segir að þessi dauðadómur hreyfi ekki mikið við sér. Hann hafi aldrei persónugert árásina og hatist ekki út í einn né neinn. Hann sé sigri hrósandi yfir því að mennirinir hafi fengið réttmæta meðferð. Hann ætli ekki segja hvort það sé rétt eða rangt að dæma þá til dauða. Réttarkerfið og menningin í Afganistan sé bara þannig. Því meira sem hann hafi reynt að kynna sér Afgana því minna hafi hann skilið í menningu þeirra. Þetta séu alls ekki fordómar en Ísland og Afgansitan sé bara gjörólíkir menningarheimar. Árásarmaðurinn hét Mohammed Akbar og samkvæmt dómskjölum tók hann að sér að fremja þessa árás eftir að annar maður sem upphaflega hafði verið valinn til verksins neitaði. Akbar klæddi sig eins og betlari, batt sex handsprengjur um sig miðjan og náði að sprengja þrjár þeirra. Sverrir Haukur segir um þessar upplýsingar að enn og aftur hugsi hann um hversu heppnir Íslendingarnir séu að vera á lífi. Þeir fjórir sem nú hafa verið dæmdir til dauða fyrir verknaðinn eru taldir hafa tengsl bæði við fyrrverandi talibanastjórn Afganistans sem og al-Qaida hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Enn er þó óljóst hvort þeir störfuðu sjálfstætt eða tóku við skipunum frá einhverjum öðrum. Þrír þessara manna eru Afganar en einn, maður að nafni Haidar, kemur frá Tadsjikistan og er talinn vera höfuðpaurinn. Mennirnir geta áfrýjað dómnum.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira