Innlent

Rafmagn komið á í þéttbýli

Rafmagn er komið á í þéttbýli á Austurlandi og enn er unnið að viðgerðum, en á milli 50 til 60 rafmagnsstaurar brotnuðu. Mikil ísing hlóðst á raflínur þannig að ummál þeirra margfaldaðist. Við það sliguðust þær og ýmist slóust saman eða slitnuðu. En þar sem þær héldu sliguðu þær rafmagnsstaurana sem brotnuðu undan farginu. Enn er rafmagnslaust á norðanverðum Völlum, norðanverðum Borgarfirði eystra, í sveitinni við Fáskrúðsfjörð og á tveimur bæjum í Eiðaþinghá. Veður er orðið gott á Austurlandi og verður viðgerðarvinnu haldið áfram að sögn Ástvaldar Erlingssonar, verkfræðings hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Austurlandi. Von er á rafmangsstaurum með flutningabíl frá Reykjavík seinna í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×