Sport

CSKA Moskva áfram í Uefa keppninni

Einum leik er lokið í Uefa keppninni í knattspyrnu en í kvöld fara fram 5 leikir. CSKA Moskva sigraði Partizan Belgrade á CSKA Peschanoje Stadium í Moskvu fyrir framan 28,500 áhorfendur með tveimur mörkum gegn engu. da Silva Daniel Carvalho og Silva Vagner Love skoruðu mörkin. Partizan varð fyrir áfalli undir lok leiksins er þeim Nenad Djordjevic og Ivan Tomic var vikið af leikvelli. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli, 1-1, og vann CSKA því samanlagt 3-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×