Innlent

Flogið með forsetanum

Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn auglýsir nú vikuferð til Kína þar sem flogið verður með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta sem fer þangað í opinbera heimsókn um miðjan maí. "Forsetinn og sendinefnd munu að öllum líkindum ferðast með þessu leiguflugi til Kína og frá Kína," segir Örnólfur Thorsson, skrifstofustjóri á skrifstofu forseta. Hann segir Úrval-Útsýn hafa haft samband við skrifstofu forseta en forsetaembættið komi ekki að ferðinni sem Úrval-Útsýn auglýsir að öðru leyti en því að báðir hóparnir, ferðamenn og sendinefnd forseta, fljúgi saman í breiðþotu Atlanta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×