Innlent

Mótmæltu handtöku arkitektúrnemans

Um fimmtán manns mættu við Alþingishúsið síðdegis með trefla fyrir vitum sér og ljósmynduðu húsið og teiknuðu í gríð og erg. Þarna var um að ræða mótmæli vegna handtöku ítalska ferðamannsins sem lögregla hneppti í varðhald vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. Maðurinn tók myndir af Alþingishúsinu og skissaði, með trefil um andlit sér vegna kulda. Hann reyndist vera nemi í arkitektúr með áhuga á íslenskri byggingarlist. Mótmælendur ákváðu að feta í fótspor hans og vita hvort þeir hlytu sömu viðtökur hjá lögreglu. Enginn var handtekinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×