Verktakar missa af hagnaðinum 15. mars 2005 00:01 Fyrirtæki í byggingariðnaði sýna mun minni hagnað en fyrirtæki í flestum öðrum greinum. Í byggingariðnaði er hagnaðurinn að meðaltali tvö til fimm prósent en í öðrum greinum er hagnaður upp á 25-30 prósent talinn ásættanlegur. Sveitarfélög, fjármálastofnanir, ríki, fasteignasalar og fasteignaheildsalar hirða bróðurpartinn af þeirri hækkun sem hefur átt sér stað á verði íbúða en ekki væri óeðlilegt að hluti af hækkun íbúðaverðs á síðustu mánuðum færi til byggingaverktaka. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins. Verð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað meira en nokkru sinni, eða um 25 prósent á síðasta ári. Ástæðurnar eru margar. Aukinn aðgangur er að lánsfé, vaxtakostnaður er lægri og hagur almennings hefur batnað samfara hagsveiflu. "Þetta skýrir samt ekki hækkun fasteignaverðs um tugi prósenta á einu ári og enn gera bankar og fasteignasalar ráð fyrir að verð hækki um 20 prósent á þessu ári," segir í minnisblaði sem Samtök iðnaðarins hafa látið taka saman um fjármögnun og byggingu íbúðarhúsnæðis. @.mfyr:Hver er að græða? Vangaveltur eru um það hverjir njóti afrakstursins af hækkuninni. "Bankar og fjármálastofnanir taka þessa fjármuni til sín. Þetta fé verður eftir hjá byggingaraðilum, fasteignasölum og ríkisstofnunum eða rennur til sveitarfélaga. Þau stunda útboð á lóðum sem færa þeim 10-17 milljónir í gatnagerðargjöld af hverri íbúð. Þarna erum við að tala um tölur sem eru svimandi háar," segir Eyjólfur Bjarnason, byggingatæknifræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Eyjólfur segir eðlilegast að hækkunin fari að mestu til þeirra sem framleiða húsnæðið í formi hagnaðar en hann segir það ekki hafa verið reynslu byggingaverktaka. "Í dag er lóðaverðið alltof hátt. Þessu er velt út í verðlagið en við vonum auðvitað að verktakarnir fái eitthvað af þessari köku. Hagnaðurinn í þessum geira hefur verið allt frá því að vera neikvæður sum árin og upp í 5-6 prósent sem þykir alls ekki ásættanlegur hagnaður í mörgum öðrum geirum," segir hann. @.mfyr:Hækkun á lóðaverði skiptir mestu máli Hækkun fasteignaverðs má að miklu leyti rekja til hækkunar á lóðaverði, til dæmis í Garðabæ eða Norðlingaholti í Reykjavík þar sem 17 milljónir hafa verið boðnar í lóð. Eyjólfur segir að lóðaverðið sé grunnurinn og húsnæðið sé verðlagt í samræmi við þetta. Þegar lítið framboð sé á lóðum og lóðir séu boðnar út þá komi fram mikil verðhækkun. Þessi hækkun hafi ekki eingöngu áhrif á verð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu heldur valdi það almennri hækkun á húsnæðisverði um land allt. Vaxtastig framkvæmdalána, sem byggingaverktakar taka, skiptir einnig miklu máli. Verktakar taka yfirleitt framkvæmdalán í viðskiptabönkum sínum og eru fjárhæðirnar hærri nú en fyrir rúmum tveimur árum, meðal annars vegna hærra lóðaverðs. Þetta leiðir til aukinnar lántöku með hærri vaxtagjöldum. Verktakar búa við mishátt vaxtastig sem miðast að öllum líkindum við lánshæfi þeirra og trúverðugleika. @.mfyr:Hlutverk fasteignaheildsala Fasteignaheildsalar hafa verið að ryðja sér til rúms á markaðnum. Þeir kaupa lóðir eða byggingarétt á lóðum, ráða síðan verktaka til framkvæmda og reyna síðan að hámarka söluverðið til að fá "ásættanlega" ávöxtun af fjárfestingunni. "Heyrst hafa sögur af slíkum fjárfestum sem selja eignirnar milli fyrirtækja í sinni eigu til að skrúfa upp verðið áður en þær eru seldar endanlegum íbúum," segir í minnisblaðinu. Þá er bent á að fasteignasalar fái tiltekinn hundraðshluta af söluandvirði eigna án tillits til þess hvert vinnuframlag þeirra er. Því hærra sem fasteignaverðið sé þeim mun hærri sé söluþóknunin sem komi í þeirra hlut. Til viðbótar séu opinber gjöld sem tengjast kaupum og sölu húsnæðis. Ríkið hafi því auknar tekjur af hækkandi íbúðaverði. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fyrirtæki í byggingariðnaði sýna mun minni hagnað en fyrirtæki í flestum öðrum greinum. Í byggingariðnaði er hagnaðurinn að meðaltali tvö til fimm prósent en í öðrum greinum er hagnaður upp á 25-30 prósent talinn ásættanlegur. Sveitarfélög, fjármálastofnanir, ríki, fasteignasalar og fasteignaheildsalar hirða bróðurpartinn af þeirri hækkun sem hefur átt sér stað á verði íbúða en ekki væri óeðlilegt að hluti af hækkun íbúðaverðs á síðustu mánuðum færi til byggingaverktaka. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins. Verð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað meira en nokkru sinni, eða um 25 prósent á síðasta ári. Ástæðurnar eru margar. Aukinn aðgangur er að lánsfé, vaxtakostnaður er lægri og hagur almennings hefur batnað samfara hagsveiflu. "Þetta skýrir samt ekki hækkun fasteignaverðs um tugi prósenta á einu ári og enn gera bankar og fasteignasalar ráð fyrir að verð hækki um 20 prósent á þessu ári," segir í minnisblaði sem Samtök iðnaðarins hafa látið taka saman um fjármögnun og byggingu íbúðarhúsnæðis. @.mfyr:Hver er að græða? Vangaveltur eru um það hverjir njóti afrakstursins af hækkuninni. "Bankar og fjármálastofnanir taka þessa fjármuni til sín. Þetta fé verður eftir hjá byggingaraðilum, fasteignasölum og ríkisstofnunum eða rennur til sveitarfélaga. Þau stunda útboð á lóðum sem færa þeim 10-17 milljónir í gatnagerðargjöld af hverri íbúð. Þarna erum við að tala um tölur sem eru svimandi háar," segir Eyjólfur Bjarnason, byggingatæknifræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Eyjólfur segir eðlilegast að hækkunin fari að mestu til þeirra sem framleiða húsnæðið í formi hagnaðar en hann segir það ekki hafa verið reynslu byggingaverktaka. "Í dag er lóðaverðið alltof hátt. Þessu er velt út í verðlagið en við vonum auðvitað að verktakarnir fái eitthvað af þessari köku. Hagnaðurinn í þessum geira hefur verið allt frá því að vera neikvæður sum árin og upp í 5-6 prósent sem þykir alls ekki ásættanlegur hagnaður í mörgum öðrum geirum," segir hann. @.mfyr:Hækkun á lóðaverði skiptir mestu máli Hækkun fasteignaverðs má að miklu leyti rekja til hækkunar á lóðaverði, til dæmis í Garðabæ eða Norðlingaholti í Reykjavík þar sem 17 milljónir hafa verið boðnar í lóð. Eyjólfur segir að lóðaverðið sé grunnurinn og húsnæðið sé verðlagt í samræmi við þetta. Þegar lítið framboð sé á lóðum og lóðir séu boðnar út þá komi fram mikil verðhækkun. Þessi hækkun hafi ekki eingöngu áhrif á verð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu heldur valdi það almennri hækkun á húsnæðisverði um land allt. Vaxtastig framkvæmdalána, sem byggingaverktakar taka, skiptir einnig miklu máli. Verktakar taka yfirleitt framkvæmdalán í viðskiptabönkum sínum og eru fjárhæðirnar hærri nú en fyrir rúmum tveimur árum, meðal annars vegna hærra lóðaverðs. Þetta leiðir til aukinnar lántöku með hærri vaxtagjöldum. Verktakar búa við mishátt vaxtastig sem miðast að öllum líkindum við lánshæfi þeirra og trúverðugleika. @.mfyr:Hlutverk fasteignaheildsala Fasteignaheildsalar hafa verið að ryðja sér til rúms á markaðnum. Þeir kaupa lóðir eða byggingarétt á lóðum, ráða síðan verktaka til framkvæmda og reyna síðan að hámarka söluverðið til að fá "ásættanlega" ávöxtun af fjárfestingunni. "Heyrst hafa sögur af slíkum fjárfestum sem selja eignirnar milli fyrirtækja í sinni eigu til að skrúfa upp verðið áður en þær eru seldar endanlegum íbúum," segir í minnisblaðinu. Þá er bent á að fasteignasalar fái tiltekinn hundraðshluta af söluandvirði eigna án tillits til þess hvert vinnuframlag þeirra er. Því hærra sem fasteignaverðið sé þeim mun hærri sé söluþóknunin sem komi í þeirra hlut. Til viðbótar séu opinber gjöld sem tengjast kaupum og sölu húsnæðis. Ríkið hafi því auknar tekjur af hækkandi íbúðaverði.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira