Frumvarp um RÚV lagt fram í dag 14. mars 2005 00:01 aMikilla breytinga er að vænta á lögum um rekstur Ríkisútvarpsins með nýju frumvarpi sem stjórnarflokkarnir samþykktu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá frumvarpinu í utandagskrárumræðum um málefni Ríkisútvarpsins í gær. Þorgerður Katrín vildi ekki ræða frumvarpið efnislega en boðaði miklar breytingar. Hún sagði aðferðir við mannaráðningar innan RÚV hafa gengið sér til húðar og að það lagalega umhverfi sem útvarpið starfi við í dag hamli starfsemi þess. Umræður um frumvarpið fara að öllum líkindum fram í þinginu síðar í vikunni. Þorgerður sagði þó ákvörðun útvarpsstjóra um ráðningu fréttastjóra standa enda hafi hún verið tekin undir gildandi lögum. Ögmundur Jónasson þingmaður fór fram á umræðurnar. Hann sagði vanda Ríkisútvarpsins fyrst og fremst fjárhagslegan og stjórnsýslulegan þar sem misbeiting á valdi viðgengist. Hann sagði menntamálaráðherra koma sér hjá því að svara spurningunni um ráðningu fréttastjóra og skýla sér á bak við breytingar sem væri að vænta. Fyrr í gær funduðu fulltrúar fréttamanna fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra. "Það er engin endanleg niðurstaða komin í málið þannig að við erum hvorki sátt né ósátt með þennan fund," sagði Jón Gunnar Grjetarsson formaður Félags fréttamanna. Jón Gunnar sagði að málið hefði verið rætt ítarlega. Fulltrúar fréttamanna hefðu gert grein fyrir sinni afstöðu og útvarpsstjóri hefði fært röksemdir fyrir ákvarðanatöku sinni. "Málið er í biðstöðu, sem felst í því að enn hefur ekki verið gengið endanlega frá neinni ráðningu," sagði Jón Gunnar. Spurður hvort vonir manna stæðu til þess að útvarpsstjóri drægi ákvörðun sína til baka sagði Jón Gunnar að vitaskuld vonuðust menn til þess. "Við þurfum að skoða það betur í okkar ranni hvernig við getum komið að því máli. Það er ljóst að allir þurfa að hafa einhvern sigur af þessu þannig að allir geti verið sáttir. Það stendur enn þá samþykkt vantraust á Markús Örn fyrir þessa ákvörðun. Meðan hann breytir henni ekki stendur vantraustsyfirlýsing félagsmanna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
aMikilla breytinga er að vænta á lögum um rekstur Ríkisútvarpsins með nýju frumvarpi sem stjórnarflokkarnir samþykktu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá frumvarpinu í utandagskrárumræðum um málefni Ríkisútvarpsins í gær. Þorgerður Katrín vildi ekki ræða frumvarpið efnislega en boðaði miklar breytingar. Hún sagði aðferðir við mannaráðningar innan RÚV hafa gengið sér til húðar og að það lagalega umhverfi sem útvarpið starfi við í dag hamli starfsemi þess. Umræður um frumvarpið fara að öllum líkindum fram í þinginu síðar í vikunni. Þorgerður sagði þó ákvörðun útvarpsstjóra um ráðningu fréttastjóra standa enda hafi hún verið tekin undir gildandi lögum. Ögmundur Jónasson þingmaður fór fram á umræðurnar. Hann sagði vanda Ríkisútvarpsins fyrst og fremst fjárhagslegan og stjórnsýslulegan þar sem misbeiting á valdi viðgengist. Hann sagði menntamálaráðherra koma sér hjá því að svara spurningunni um ráðningu fréttastjóra og skýla sér á bak við breytingar sem væri að vænta. Fyrr í gær funduðu fulltrúar fréttamanna fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra. "Það er engin endanleg niðurstaða komin í málið þannig að við erum hvorki sátt né ósátt með þennan fund," sagði Jón Gunnar Grjetarsson formaður Félags fréttamanna. Jón Gunnar sagði að málið hefði verið rætt ítarlega. Fulltrúar fréttamanna hefðu gert grein fyrir sinni afstöðu og útvarpsstjóri hefði fært röksemdir fyrir ákvarðanatöku sinni. "Málið er í biðstöðu, sem felst í því að enn hefur ekki verið gengið endanlega frá neinni ráðningu," sagði Jón Gunnar. Spurður hvort vonir manna stæðu til þess að útvarpsstjóri drægi ákvörðun sína til baka sagði Jón Gunnar að vitaskuld vonuðust menn til þess. "Við þurfum að skoða það betur í okkar ranni hvernig við getum komið að því máli. Það er ljóst að allir þurfa að hafa einhvern sigur af þessu þannig að allir geti verið sáttir. Það stendur enn þá samþykkt vantraust á Markús Örn fyrir þessa ákvörðun. Meðan hann breytir henni ekki stendur vantraustsyfirlýsing félagsmanna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira