Erlent

Vorinu feykt á brott

Færeyingar hugðust fagna komu vorsins á laugardaginn var en þær áætlanir fóru hins vegar út um þúfur þegar versta stórhríð vetrarins gekk yfir eyjarnar. Veðrið var það slæmt að öll umferð stöðvaðist. Að sögn dönsku veðurstofunnar var rútuferðum milli byggðarlaga aflýst sem og fjölda sjó- og flugferða. Fór því lítið fyrir vorveisluhöldum. Á sunnudaginn var byrjað að ryðja vegi en lögreglan ráðlagði fólki að halda sig innan dyra. Að sögn heimafólks var sú ráðlegging óþörf þar sem ófært væri milli húsa hvort eð var.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×