Erlent

Öryggið mest í Lúxemborg

Íbúar í Lúxemborg eru öruggastir en Bagdad-búar búa í hættulegustu borginni, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í dag. Fyrirtækið Mercer kannaði öryggi í 215 borgum um allan heim og horfði til glæpatíðni og innri stöðugleika þar. Í kjölfar Lúxemborgar komu Helsinki, Bern, Genf og Zürich en borgin Abidjan á Fílabeinsströndinni er á botninum ásamt Bagdad í Írak. Þá þótti öryggi í þýskum borgum almennt gott. Róm, Aþena og Lundúnir voru hins vegar heldur neðarlega á listanum miðað við aðrar vestrænar borgir þar sem smáglæpir eru algengir þar og þá var Madríd einnig neðarlega á listanum vegna hryðjuverkahættu. Ekki kemur fram hvar Reykjavík er á listanum en norrænar borgir eru almennt sagðar öruggar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×