Erlent

Hafa ekki enn myndað ríkisstjórn

Ekki hefur enn náðst samkomulag um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Írak. Nýkjörið þing í landinu kemur í fyrsta skipti saman á miðvikudaginn en Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í nýafstöðnum kosningum, eiga enn eftir að ná saman. Fastlega var gert ráð fyrir að tilkynnt yrði um nýja stjórn í dag en í gær sagði lykilmaður innan hreyfingar Kúrda að flokkarnir ættu enn eftir að ná saman í nokkrum veigamiklum atriðum. Þó að búið væri að ná samkomulagi um forseta og forsætisráðherra landsins yrðu samningaviðræður að halda áfram samhliða fyrstu starfsdögum þingsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×