Innlent

Rífandi gangur í boruninni í Eyjum

Rífandi gangur er nú við jarðborunina austan við Helgafell í Vestmannaeyjum. Fyrir helgi var búið að bora tæplega 130 metra.„ Til að byrja með var um mjög gljúpt berg að ræða og hafa farið 13-15 rúmmetrar af steypu í holuna til að þétta hana,“ segir Ívar Atlason hjá Hitaveitu Suðurnesja í samtali við Eyjar.net. „Þegar um svona gljúpt berg er að ræða er notuð svokölluð „bordrulla“, eins og starfsmenn Jarðborunar kalla það, og þarf þá að nota ferskt vatn. Af þeim sökum hafa skapast lítils háttar tafir því loðnuvertíð stendur nú sem hæst í Eyjum og hefur vatnsveitan varla undan.  Fiskvinnslustöðvarnar ganga fyrir en þær nota gríðarlega mikið vatn við hrognavinnslu og löndun,“ segir Ívar og bætir við að nú sé þetta farið að ganga betur eftir að borað var niður á þétt berg aðfaranótt föstudags.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×