Sport

Arsenal í undanúrslitin

Arsenal er komið í undanúrslit í ensku bikarkeppninni eftir 1-0 sigur gegn Bolton á Reebok Stadium í dag. Það var Svíinn Freddy Ljungberg sem skoraði eina mark leiksins strax á þriðju mínútu. El-Hadji Diouf fékk réttilega að líta rauða spjaldið á níundu mínútu er hann gaf Jens Lehman olnbogaskot. Þetta er í 25. skipti sem Arsenal kemst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar, en liðið hefur sigrað keppnina níu sinnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×