Innlent

Skilar inn gögnum

Frestur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að skila greinargerð vegna máls sem Auður Laxness, ekkja Halldórs Laxness, hefur höfðað gegn Hannesi rann út í gær. Heimir Örn Herbertsson, lögfræðingur Hannesar segir að öllum gögnum hafi verið skilað inn sem óskað var eftir. Auður stefndi Hannesi Hólmsteini fyrir að hafa brotið á höfundarrétti Halldórs "með ítrekuðum og grófum hætti" í fyrsta bindi ævisögu skáldsins. Er Hannesi stefnt fyrir 120 atriði sem sögð eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Þess er krafist að Hannes verði dæmdur samkvæmt 54. grein höfundarlaga sem kveða á um fjársektir eða fangelsi í allt að tvö ár. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×