Innlent

Samtök sjálfstæðra skóla stofnuð

Samtök sjálfstæðra skóla voru stofnuð í morgun og var Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, kjörin formaður. Aðilar að samtökunum geta þeir skólar orðið sem reknir eru af einstaklingum, foreldrum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. Allir sjálfstæðir leik- og grunnskólar landsins, 35 talsins, gerðust aðilar í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fagnaði stofnun samtakanna á fundinum en Verslunarráð Íslands er bakhjarl þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×