Lífið

Rather kveður með söknuði

Fréttaþulurinn Dan Rather lauk síðustu útsendingu sinni á CBS með hjartnæmri ræðu þar sem hann þakkaði áhorfendum fyrir að hafa hleypt sér inn á heimili sín á hverju kvöldi í meira en tvo áratugi. Í gær voru nákvæmlega 24 ár frá því að Rather tók við af Walter Kronkite sem aðalfréttalesari CBS. En þó að Rather hafi kvatt með virktum í gær er hann þó langt í frá dauður úr öllum æðum. Hann mun nú alfarið vinna að fréttaskýringarþáttunum 60 mínútum I og II. Sjálfur segist Rather alltaf hafa viljað vera í miðri hringiðunni og þar vilji hann enn vera um nokkurt skeið þó að hann sé orðinn 73 ára gamall.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.