Mikil spurn eftir folaldakjöti 9. mars 2005 00:01 Eitt þúsund folöld vantar til slátrunar til að anna stóraukinni spurn eftir folaldakjöti. Fordómar gagnvart hrossakjöti hafa minnkað, segja kjötframleiðendur, og erlendis selst kjötið yfirleitt á hærra verði en dilkakjöt. Það þótti ganga glæpi næst að neyta hrossakjöts eftir að kristni var lögtekin hér á landi enda hrossakjötsáti spyrnt saman við heiðni. En nú loks fær hrossakjötið að njóta sannmælis enda herramannsmatur. Neyslan hefur farið sívaxandi síðastliðin ár og nú er svo komið að menn slátra folöldum allan ársins hring í stað þess að gera það bara á haustin. Nýir markaðir erlendis hafa verið numdir og þangað eru flutt á milli 30 og 40 tonn sem er næstum hrein aukning. Erlendur Á. Garðarson, markaðsstjóri Kjötframleiðenda ehf., segir að fólk sé að uppgötva folaldakjötið núna og hann heldur að það seljist allt sem komið á markað. Aðspurður hvort dregið hafi úr fordómum gegn folaldakjöti segir Erlendur að þeir séu nánast horfnir. Hann sjái hrossa- og folaldakjöt á veitingahúsum og þá sé það æ oftar á borðum á heimilum enda sjálfsagt vanmetnasta kjöt á Íslandi í dag. Það eru aðallega fersk fillet og lundir sem hafa slegið í gegn en einnig selst mikið af reyktu og söltuðu kjöti. Björn Sævarsson, deildarstjóri kjötdeildar Nóatúns, segir að sumir séu enn hræddir við hrossakjötið en ef þeir kaupi það einu sinni kaupi þeir það aftur. Aðspurður hvað það sé sem geri kjötið svo gott segir Björn að kjötið sé alltaf mjúkt og erfitt að sjóða það of mikið og þá sé það yfirleitt nýslátrað. Spurður hversu mörg folöld vanti núna segir Erlendur að það skorti 800-1000 folöld fram á sumar. Hann sé hins vegar hræddur um að þau séu ekki til. Erlendur vonast til þess að hrossabændur framleiði í ár enn meira af folaldakjöti svo hægt verði að mæta eftirspurn. Verð á folaldakjöti er nú í sögulegu hámarki en kílóið af folaldalundum er þó rúmlega þúsund krónum ódýrara en kíló af nautalundum. Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Eitt þúsund folöld vantar til slátrunar til að anna stóraukinni spurn eftir folaldakjöti. Fordómar gagnvart hrossakjöti hafa minnkað, segja kjötframleiðendur, og erlendis selst kjötið yfirleitt á hærra verði en dilkakjöt. Það þótti ganga glæpi næst að neyta hrossakjöts eftir að kristni var lögtekin hér á landi enda hrossakjötsáti spyrnt saman við heiðni. En nú loks fær hrossakjötið að njóta sannmælis enda herramannsmatur. Neyslan hefur farið sívaxandi síðastliðin ár og nú er svo komið að menn slátra folöldum allan ársins hring í stað þess að gera það bara á haustin. Nýir markaðir erlendis hafa verið numdir og þangað eru flutt á milli 30 og 40 tonn sem er næstum hrein aukning. Erlendur Á. Garðarson, markaðsstjóri Kjötframleiðenda ehf., segir að fólk sé að uppgötva folaldakjötið núna og hann heldur að það seljist allt sem komið á markað. Aðspurður hvort dregið hafi úr fordómum gegn folaldakjöti segir Erlendur að þeir séu nánast horfnir. Hann sjái hrossa- og folaldakjöt á veitingahúsum og þá sé það æ oftar á borðum á heimilum enda sjálfsagt vanmetnasta kjöt á Íslandi í dag. Það eru aðallega fersk fillet og lundir sem hafa slegið í gegn en einnig selst mikið af reyktu og söltuðu kjöti. Björn Sævarsson, deildarstjóri kjötdeildar Nóatúns, segir að sumir séu enn hræddir við hrossakjötið en ef þeir kaupi það einu sinni kaupi þeir það aftur. Aðspurður hvað það sé sem geri kjötið svo gott segir Björn að kjötið sé alltaf mjúkt og erfitt að sjóða það of mikið og þá sé það yfirleitt nýslátrað. Spurður hversu mörg folöld vanti núna segir Erlendur að það skorti 800-1000 folöld fram á sumar. Hann sé hins vegar hræddur um að þau séu ekki til. Erlendur vonast til þess að hrossabændur framleiði í ár enn meira af folaldakjöti svo hægt verði að mæta eftirspurn. Verð á folaldakjöti er nú í sögulegu hámarki en kílóið af folaldalundum er þó rúmlega þúsund krónum ódýrara en kíló af nautalundum.
Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira