Innlent

Meirihluti fylgjandi reykleysi

61,3 prósent fólks á aldrinum 15-89 ára og 60,4 prósent fólks á aldrinum 18-69 ára eru fylgjandi því að allir veitinga- og skemmtistaðir séu reyklausir, samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallups fyrir Lýðheilsustöð. Um 85,5 prósent aðspurðra sögðust myndu fara jafnoft eða oftar á þessa staði ef þeir væru reyklausir. Einnig töldu 93,8 prósent svarenda það vera skaðlegt fyrir heilsu fólks að vinna í umhverfi þar sem reykt er. Endanlegt úrtak var 1365 manns og svarhlutfall 61,9 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×