Innlent

Tveir lítrar af mjólk á krónu

Nú er hægt að fá tvo mjólkurlítra fyrir eina krónu í Krónunni. Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar, segir að frekari verðbreytinga sé að vænta í ýmsum vöruflokkum. Mjólkurvörur, gosdrykkir og grænmeti sé efst á blaði en hann segir lækkanir í fleiri vöruflokkum vera til skoðunar. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir tvo mjólkurlítra nú kosta 90 aura í Bónusverslununum. Hann segir starfsfólk á vegum Bónuss fylgjast með verðlækkunum hjá keppinautunum og verð sé lækkað í samræmi við það eftir því sem líður á daginn. Guðmundur segir viðskiptavinum hafa fjölgað um fimm þúsund á dag að meðaltali síðan verðstríðið hófst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×