Þrjú sjálfsvíg á fáum dögum 7. mars 2005 00:01 Þrír ungir karlar á höfuðborgarsvæðinu sviptu sig lífi á innan við viku nú nýlega. Engin tengsl eru talin vera milli ungu mannanna þriggja. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir unga karla þann hóp sem sjálfsvígum fjölgi hvað mest í og raunar eina þjóðfélagshópinn sem svo sé ástatt um. "Það á við um okkur eins og aðrar vestrænar þjóðir, vöxturinn er hjá ungum körlum," segir Sigurður. Aldrað fólk kemur ungum körlum næst, tíðni sjálfsvíga þess er há. "Við vitum stundum um orsakir sjálfsvíga og til einföldunar má segja að helsti orsakavaldurinn hjá öldruðum sé þunglyndi en hjá unga fólkinu er það fíkniefnaneysla." Sigurður tekur þó skýrt fram að hann hafi engar upplýsingar um að slíkt hafi átt við um þau tilvik sem hér eru nefnd. Salbjörg Bjarnadóttir, sem vinnur að sjálfsvígsforvörnum hjá Landlæknisembættinu, segir að sjálfsvígum hafi fækkað frá árinu 2000 sem var öðrum árum hræðilegra í þessum efnum. Þá svipti 51 sig lífi. Tölur síðustu ára liggja ekki fyrir en Salbjörg veit að þróunin er niður á við. "Að meðaltali eru framin tvö til þrjú sjálfsvíg í mánuði og síðustu ár hafa þau verið á bilinu 30 til 36 á ári," segir Salbjörg og bætir við að ungir karlmenn eigi oftar í hlut en aðrir. Sigurður Guðmundsson segir ýmislegt gert til að sporna við sjálfsvígum en árangurinn komi oft seint í ljós. "Vandinn með vinnu sem snýr að heilsufari þjóðar er að árangurinn er stundum ekki mældur fyrr en eftir áratugi. Þetta er ansi mikið langhlaup." Hann hvetur fólk til árvekni; að það í raun vakti sína nánustu. "Ef fólk verður þess vart að einhver því nákominn sýnir merki depurðar eða þunglyndis, er inní sig, fær grátköst eða sýnir önnur óvenjuleg viðbrögð þá á það að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar. Því fyrr sem meðferð hefst við einkennum þunglyndis, því betra." Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þrír ungir karlar á höfuðborgarsvæðinu sviptu sig lífi á innan við viku nú nýlega. Engin tengsl eru talin vera milli ungu mannanna þriggja. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir unga karla þann hóp sem sjálfsvígum fjölgi hvað mest í og raunar eina þjóðfélagshópinn sem svo sé ástatt um. "Það á við um okkur eins og aðrar vestrænar þjóðir, vöxturinn er hjá ungum körlum," segir Sigurður. Aldrað fólk kemur ungum körlum næst, tíðni sjálfsvíga þess er há. "Við vitum stundum um orsakir sjálfsvíga og til einföldunar má segja að helsti orsakavaldurinn hjá öldruðum sé þunglyndi en hjá unga fólkinu er það fíkniefnaneysla." Sigurður tekur þó skýrt fram að hann hafi engar upplýsingar um að slíkt hafi átt við um þau tilvik sem hér eru nefnd. Salbjörg Bjarnadóttir, sem vinnur að sjálfsvígsforvörnum hjá Landlæknisembættinu, segir að sjálfsvígum hafi fækkað frá árinu 2000 sem var öðrum árum hræðilegra í þessum efnum. Þá svipti 51 sig lífi. Tölur síðustu ára liggja ekki fyrir en Salbjörg veit að þróunin er niður á við. "Að meðaltali eru framin tvö til þrjú sjálfsvíg í mánuði og síðustu ár hafa þau verið á bilinu 30 til 36 á ári," segir Salbjörg og bætir við að ungir karlmenn eigi oftar í hlut en aðrir. Sigurður Guðmundsson segir ýmislegt gert til að sporna við sjálfsvígum en árangurinn komi oft seint í ljós. "Vandinn með vinnu sem snýr að heilsufari þjóðar er að árangurinn er stundum ekki mældur fyrr en eftir áratugi. Þetta er ansi mikið langhlaup." Hann hvetur fólk til árvekni; að það í raun vakti sína nánustu. "Ef fólk verður þess vart að einhver því nákominn sýnir merki depurðar eða þunglyndis, er inní sig, fær grátköst eða sýnir önnur óvenjuleg viðbrögð þá á það að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar. Því fyrr sem meðferð hefst við einkennum þunglyndis, því betra."
Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira