Lífið

Maradona í magaminnkun

Diego Maradona, einn þekktasti knattspyrnumaður heims, lagðist inn á sjúkrahús í gær þar sem maginn á honum var minnkaður. Hann hefur átt við mikla offitu að stríða síðan hann hætti að spila fótbolta árið 1997, að því marki að vera nánast óþekkjanlegur. Læknar hans segja að hann ætti að missa 80 prósent aukakílóanna á um einu ári, haldi hann sig við rétt mataræði. Síðustu fjögur árin hefur knattspyrnuhetjan einnig verið mörgum sinnum lögð inn á sjúkrahús vegna fíkniefnaneyslu. Árið 2000 útnefndi Alþjóðaknattspyrnusambandið Maradona, ásamt Pele, besta knattspyrnumann síðustu aldar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.