Lífið

Davíð Smári söng sig út úr IDOL

Davíð Smári Harðarson, tuttugu og fjögurra ára selfyssingur, söng sig í kvöld út úr Idol stjörnuleit. Undanúrslit fóru fram í Vetrargarðinum í Smáralind í beinni útsendingu Stöðvar 2. Þátttakendur sungu "eighties" lög, tvö lög hver, og má segja að Davíð Smári hafi sungið sig út úr keppni í fyrra laginu sem hann flutti. Björn Jörundur Friðbjörnsson var gestadómari. Tveir keppendur eru eftir og keppa til úrslita næsta föstudagskvöld. Davíð Smári, Hildur Vala og Heiða, stóðu sig öll með sóma, en örlög þeirra voru í höndum þjóðarinnar nú sem endra nær. Davíð Smári söng lögin Take on me og Easy. Hann hlaut slaka dóma fyrir fyrra lagið en að sama skapi góð afyrir hið síðara. Þjóðin kaus og Davíð féll úr keppni. Leið Davíðs Smára gegnum IDOL Nú er í fullum gangi Idol leikur hér á Vísi. Í verðlaun eru miðar á úrslitakvöldið í Idol, Idol háls/lyklabönd, Idol rubikskubbar og Idol fánar. Taka þátt í IDOL leiknum Skoðaðu Idol fréttirnar á Vísi og sjáðu frammistöðu keppendanna á Veftívíi Vísis undir liðnum "Skemmtun, tónlist og grín" Næsta föstudag fara fram úrslit í IDOL stjörnuleit þar sem þær Hildur Vala og Heiða keppa um titilinn IDOL stjarnan 2005.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.