Lífið

Sungið á íslensku í Hollywood-mynd

Það er ekki á hverjum degi sem íslensk tónlist er leikin í stórri Hollywood-mynd með heimsþekktum leikurum. Lag með Sigur Rós mun hljóma í einni slíkri. Lagið Starálfur með hljómsveitinni Sigur Rós er leikið í myndinni Life Aquatic. Hún fjallar um haffræðing sem heldur í könnunarleiðangur ásamt hópi fólks þar sem markmiðið er að finna ógurlegan hákarl. Lög eftir íslenska tónlistarmenn hafa áður hljómað í þekktum bíómyndum frá Hollywood en ekki er vitað til þess að lög hafi verið flutt á okkar ástkær ylhýra í slíkum stórmyndum. Hér er ekki um neina smámynd að ræða því í helstu hlutverkum eru Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett, Anjelica Houston og Jeff Goldblum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.