Lífið

Fékk demantseyrnalokka í gjöf

Brooklyn Beckham fékk eyrnalokka að andvirði 25.000 punda í afmælisgjöf. Brooklyn sem varð sex ára í gær fékk demantseyrnalokka alveg eins og pabbi sinn á nema aðeins ódýrari. Strákurinn átti afmæli í gær og leigði Victoria trúð, jugglara og eldgleypi til þess að skemmta í afmælinu. "Brooklyn dýrkar föður sinn og vill vera eins og hann. David og Victoria ákváðu því að gefa honum eitthvað virkilega sérstakt í afmælisgjöf því árið hefur verið erfitt fyrir fjölskylduna," sagði heimildarmaður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.