Lífið

Geena fyrsti kvenforsetinn

Geena Davis mun leika fyrsta kvenforseta Bandaríkjanna í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem kallast Commander-in-Chief. Ef fyrsti þátturinn, sem sýndur verður á ABC sjónvarpsstöðinni, nær nægum vinsældum verður honum ætlað að keppa við West Wing þátt NBC. "Ef Geena er sýnd sem klár og harður leiðtogi þá hugsa ég að það gæti hjálpað við að breyta skoðunum almennings á kvenleiðtogum. Hins vegar verði hún sýnd sem móðir sem hugsar aðeins um börnin þá gæti það frekar haft neikvæð áhrif," sagði June Speakman, prófessor við Roger Williams Háskólann í Rhode Island.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.