Lífið

Kvöld í Hveró

Þann 18. mars næstkomandi verður hleypt af stokkunum  skemmtilegri tónleikaröð í Hveragerðiskirkju,  "Kvöld í Hveró". Þarna er um að ræða sex konserta þar sem margir af ástsælustu listamönnum úr heimi dægurtónlistar koma fram. Yfirlýst markmið þessara tónleika er að auka fjölbreytni í menningu á þessu svæði, opna augu almennings fyrir þeim möguleika að íslensk popptónlist eigi ekki síður heima í kirkju en klassíkin og gefa ungu og hæfileikaríku tónlistarfólki af svæðinu tækifæri til að að hita upp fyrir þá listamenn sem þar koma fram. Hljómburður í kirkjunni þykir sérstaklega góður. Aðstandandi  "Kvölds í Hveró" er Norsk-Íslenska Skjallbandalagið Inc. sem samanstendur af tveimur konum, Ásgerði Eyþórsdóttur og Monicu Haug.  Þær skipulögðu tónleika Jóns Ólafssonar tónlistarmanns í kirkjunni, þann 25. nóvember síðastliðinn, sem lukkuðust giftusamlega.  Ákváðu þær að halda láta alls ekki staðar numið að svo komnu. Sá sem fyrstur stígur á stokk í tónleikaröðinni er hinn fádæma flotti trúbador Halli Reynis sem hefur undanfarin misseri sungið sig inn að hjartarótum íslensku þjóðarinnar. Síðasta plata hans sem kom út árið 2004, Við erum eins hlaut skínandi góða dóma gagnrýnenda og vinsældir hans hafa stigmagnast á undanförnum misserum. Þeir listamenn sem fram munu koma eru: 18. marsHalli ReynisHveragerðiskirkjaklukkan 21:0008. aprílValgeir GuðjónssonHveragerðiskirkjaklukkan 21:0022. aprílFabúlaHveragerðiskirkjaklukkan 21:0006. maíKK og EllenHveragerðiskirkjaklukkan 21:0020. maíEyfi og StefánHveragerðiskirkjaklukkan 21:0003. júníHljómsveitin HjálmarSelfosskirkja Allir tónleikarnir fara fram á föstudagskvöldum klukkan 21:00 í Hveragerðiskirkju nema tónleikar Eyfa og Stefáns Hilmarssonar verða haldnir í Selfosskirkju, í samvinnu við menningarhátíðina "Vor í Árborg"  sem fram fer helgina 20. til 22. maí n.k.  Skipulagning þeirrar hátíðar stendur nú yfir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.