Lífið

IDOL leikurinn í loftið

IDOL leikur Vísis og Stöðvar 2 er nú kominn í loftið og er til mikils að vinna. Miðar á úrslitakvöld IDOL stjörnuleitar 11. mars í Smáralindinni eru í boði auk rúmlega 100 aukavinninga. Svara þarf þremur spurningum en svörin er að finna á IDOL-vefnum Miðvikudaginn 9. mars verður dregið úr réttum svörum. Heppnir þátttakendur fá miða á úrslitakvöld IDOL stjörnuleitar 11. mars í Smáralindinni, Idol háls/lyklabönd, Idol rubikskubba og Idol fána. Nöfn allra vinningshafa verða birt hér á Vísi miðvikudaginn 9. mars. TAKA ÞÁTT Í LEIKNUM Eighties þema í undanúrslitum IDOL stjörnuleitar. Nú er allt að verða vitlaust í Idol stjörnuleit og spennan að ná algjöru hámarki.  Einungis þrír keppendur eru eftir, en Davíð, Hildur og Heiða munu berjast um sæti í úrslitaþættinum þann 11. mars. Það verður "eighties" þema næstkomandi föstudag og gestadómari verður enginn annar en töffarinn sjálfur Björn Jörundur, söngvari Nýdanskrar. Krakkarnir munu taka tvö lög hvert líkt og síðasta föstudag, en lögin sem þau taka birtast á IDOL-vefnum Fréttir af frammistöðu og lögin sem krakkarnir syngja verður hægt að skoða hér á Vísi strax og úrslit liggja fyrir.
Davíð Smári
Heiða
Hildur Vala
Björn Jörundur Friðbjörnsson, gestadómari undanúrslita IDOL stjörnuleitar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.