Hemmi stýrir stofukarókí 3. mars 2005 00:01 Það var lagið nefnist nýr þáttur sem væntanlegur er á skjáinn þann 25. mars. Það er sjálfur Hermann Gunnarsson sem stýrir þættinum eða Hemmi Gunn eins og hann er svo gjarnan kallaður. "Hemmi er í fullu fjöri og við trúum því að hann muni gera þættinum afar gott. Það er mikill fengur að fá kallinn í sjónvarpið aftur og okkur fannst hugmyndin passa svona líka vel fyrir hann," segir Heimir Jónasson, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, um nýja þáttinn. "Hugmyndin að þættinum varð til á írskum bar þegar langt var liðið á nóttu og gestirnir farnir að tínast út. Það voru tveir píanóleikarar á staðnum og allir í fínum fíling eins og oft þegar liðið er á kvöldið. Svo fór fólkið að henda orðum og setningum í píanóleikarana og skoruðu á þá að spila þekkt lög út frá orðunum. Þetta var kveikjan að hugmyndinni, sem var þróuð fyrir sjónvarp og hefur slegið í gegn úti um allan heim. Ísland er fertugasta landið sem tekur þáttinn til sýningar." Að sögn Heimis er þátturinn hin mesta skemmtun fyrir fjölskyldur og vinahópa og upplagður til þess að sitja saman yfir og skemmta sér á góðu kvöldi. "Fólk þarf ekki að örvænta þó Idol sé að yfirgefa skjáinn því þessi þáttur tekur við hlutverki Idols, sem hefur verið að skapa skemmtilegt sjónvarpskvöld fyrir áhorfendur." Jón Ólafsson og píanóleikararnir Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson koma allir við sögu í þættinum, sem og hljómsveitin Buff. "Báðir píanóleikararnir hafa með sér tvo gesti svo að úr verða tvö lið. Liðið sem byrjar velur sér tölu og fyrir aftan töluna er orð. Út frá orðinu á liðið að finna eitthvert lag og svo þróast leikurinn áfram út frá þessu. Þarna myndast frábær stemmning og lagatextinn birtist á skjánum þegar lögin eru sungin. Þetta gefur fólki færi á að syngja með heima svo í rauninni myndast um leið eins konar stofukarókí. Hemmi smellpassar inn í þetta allt saman þar sem hann er söngelskur maður og afburðahress eins og allir vita." Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Það var lagið nefnist nýr þáttur sem væntanlegur er á skjáinn þann 25. mars. Það er sjálfur Hermann Gunnarsson sem stýrir þættinum eða Hemmi Gunn eins og hann er svo gjarnan kallaður. "Hemmi er í fullu fjöri og við trúum því að hann muni gera þættinum afar gott. Það er mikill fengur að fá kallinn í sjónvarpið aftur og okkur fannst hugmyndin passa svona líka vel fyrir hann," segir Heimir Jónasson, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, um nýja þáttinn. "Hugmyndin að þættinum varð til á írskum bar þegar langt var liðið á nóttu og gestirnir farnir að tínast út. Það voru tveir píanóleikarar á staðnum og allir í fínum fíling eins og oft þegar liðið er á kvöldið. Svo fór fólkið að henda orðum og setningum í píanóleikarana og skoruðu á þá að spila þekkt lög út frá orðunum. Þetta var kveikjan að hugmyndinni, sem var þróuð fyrir sjónvarp og hefur slegið í gegn úti um allan heim. Ísland er fertugasta landið sem tekur þáttinn til sýningar." Að sögn Heimis er þátturinn hin mesta skemmtun fyrir fjölskyldur og vinahópa og upplagður til þess að sitja saman yfir og skemmta sér á góðu kvöldi. "Fólk þarf ekki að örvænta þó Idol sé að yfirgefa skjáinn því þessi þáttur tekur við hlutverki Idols, sem hefur verið að skapa skemmtilegt sjónvarpskvöld fyrir áhorfendur." Jón Ólafsson og píanóleikararnir Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson koma allir við sögu í þættinum, sem og hljómsveitin Buff. "Báðir píanóleikararnir hafa með sér tvo gesti svo að úr verða tvö lið. Liðið sem byrjar velur sér tölu og fyrir aftan töluna er orð. Út frá orðinu á liðið að finna eitthvert lag og svo þróast leikurinn áfram út frá þessu. Þarna myndast frábær stemmning og lagatextinn birtist á skjánum þegar lögin eru sungin. Þetta gefur fólki færi á að syngja með heima svo í rauninni myndast um leið eins konar stofukarókí. Hemmi smellpassar inn í þetta allt saman þar sem hann er söngelskur maður og afburðahress eins og allir vita."
Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira