Lífið

Stál og hnífur í uppáhaldi

"Stál og hnífur er eitt af mínum uppáhalds lögum," segir Þorgils Óttar Mathiesen forstjóri Sjóvár sem í fyrradag keypti höfundarverk Bubba Morthens til að ávaxta iðgjöld viðskiptavina. Fjárfestingin er óvenjuleg en ku vel þekkt í útlöndum. Þorgils Óttar segist hafa fylgst með Bubba í gegnum árin og finnst þróun hans á tónlistarsviðinu ánægjuleg. Hann er jafn hrifinn af fyrstu verkum listamannsins og þeim nýjustu og nefnir diskinn Sól að morgni sem góða plötu en hún kom út fyrir þremur árum. "Ég man þegar hann kom fyrst fram og ég sá hann spila á útihátíðum í kringum 1980," segir Þorgils Óttar sem finnst ekki síður til mannsins Bubba koma en listamannsins. "Mér finnst mikið í hann spunnið. Hann hefur lent í ýmsu um ævina og talað opinskátt um reynslu sína."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.