Lífið

Fossett reynir við hnattflug

Milljónamæringurinn Steve Fossett lagði í nótt af stað í ferð umhverfis jörðina. Ætlunin er að fljúga í kringum hnöttinn án þess að millilenda og takist það verður Fossett fyrsti maðurinn til þess að gera slíkt einsamall. Flugvélin sem Fosett flýgur er rúmlega eitt og hálft tonn að þyngd, en hún innihélt meira en fjórfaldan eigin þunga af eldsneyti þegar Fossett lagði í hann. Gangi allt að óskum lendir Fossett í Bandaríkjunum á nýjan leik á fimmtudaginn kemur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.