Lífið

Heldur áfram að hjálpa Strákunum

Hugi Halldórsson, sem margir þekkja sem Ofur-Huga úr 70 mínútum, hætti nýverið sem stjórnandi spurningaþáttarins Jing Jang sem hefur verið sýndur á Popptíví. Í hans stað hafa þeir Svali og Bjarni, úr útvarpsþættinum Zúber á FM957, stýrt þættinum. Hugi segir það erfitt að vera einn með sjónvarpsþátt á hverju kvöldi. "Ég var einn með þáttinn algjörlega. Ég byrjaði með samstarfsfélaga, Eyvind Karlsson, sem hætti og það kom enginn annar í staðinn. Við vorum sammála um það ég og Steinn Kári dagskrárstjóri að þetta væri komið gott hjá okkur." Hugi segir að vinnan við þáttinn hafi engu að síður verið mjög skemmtileg. "Popptíví er frábær vinnustaður og mjög góður skóli. Það er aldrei að vita nema ég geri eitthvað meira í sjónvarpi." Hugi er þó ekki með öllu horfinn úr sjónvarpsgeiranum því hann fór nýverið til Boston til að taka upp liðinn Fríkað úti með Strákunum á Stöð 2. "Þetta var þetta hefðbundna glens og grín. Sumir tóku því vel en aðrir ekki. Ætli ég verði ekki eitthvað að dunda með þeim og fá einhverjar hugmyndir. Ég mun hjálpa þeim eins og forðum."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.