Lífið

Braveheart versta Óskarsmyndin

Kvikmyndin Braveheart eftir Mel Gibson hefur verið valin versta Óskarsverðlaunamynd allra tíma. Kvikmyndatímaritið Empire stóð fyrir valinu. Braveheart rakaði til sín Óskarsverðlaunum árið 1996, þar á meðal fyrir bestu myndina. Fjallaði hún um skosku frelsishetjuna William Wallace sem barðist hatrammlega gegn yfirráðum Breta. A Beautiful Mind með Russel Crowe í aðalhlutverki lenti í öðru sæti en hún vann Óskarinn árið 2002. Aðrar vinsælar myndir á listanum eru Forrest Gump með Tom Hanks í aðalhlutverki og Rocky, sem skaut Sylvester Stallone á stjörnuhimininn árið 1977. "Skoðanir gagnrýnenda skipta nánast engu máli þegar verðlaunin fyrir bestu myndina eru afhent," sagði blaðamaður Empire. "Umfang myndarinnar, borgaralegt gildi söguþráðarins og fínleiki framleiðslunnar skipta mestu máli. Óskarinn snýst ekki um gæði. Þarna eru samstarfsmenn í faginu að klappa hver öðrum á öxlina og þess vegna eru svo margar myndir óverðskuldað valdar bestar. Og verið viss, þær eiga eftir að verða miklu fleiri."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.