Innlent

Tinna fundar með leikurum í dag

"Mér finnst aðferðin við þetta rýra gildi okkar sem leikara," segir Brynhildur Guðjónsdóttir, sem er einn þeirra tíu fastráðinna leikara við Þjóðleikhúsið sem hafa stystan starfsaldur og verður sagt upp fyrir vikið. Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri hefur boðað til fundar með öllum fastráðnum leikurum leikhússins og er gert ráð fyrir að á fundinum skýrist hverjum verði sagt upp, hverjir verði ráðnir aftur og á hvaða forsendum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vitað um átta leikara sem sagt verður upp. Þeir eru Atli Rafn Sigurðarson sem er eiginmaður Brynhildar, Þórunn Lárusdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Kjartan Guðjónsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Sólveig Arnarsdóttir. "Við sem erum á "drekalistanum", eins og við köllum þetta okkar á milli, höfum sammælst um að bíða með að gefa yfirlýsingar þar til eftir fundinn með Þjóðleikhússtjóra," segir Sólveig. Við viljum fá betri upplýsingar um til dæmis grundvöllinn að þessara uppsagna, hverjir verða ráðnir aftur og á hvaða forsendum." Tinna Gunnlaugsdóttir vildi ekki tala um fundinn á morgun eða um dagskrá hans. "Mér finnst rétt að ræða það ekki fyrr en ég hef talað við leikarana."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×